Knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur átt stórkostlegu gengi að fagna frá því hann tók við Rauðu stjörnunni í Belgrad í Serbíu í heimalandinu.
Milos, sem er Serbi með íslenskt ríkisfang, tók við Rauðu stjörnunni fyrir yfirstandandi tímabil og hefur ekki enn tapað leik í serbnesku 1. deildinni.
Liðið hefur unnið 26 leiki, gert fjögur jafntefli og ekki tapað einum einasta leik í 30 leikjum í deildinni, sem verður senn skipt í efri og neðri hluta.
Rauða stjarnan á sigur í deildinni vísan þar sem liðið er með 20 stiga forskot á Backa Topola þegar keppni í efri hlutanum fer af stað.
Undir stjórn Milosar er Rauða stjarnan eina liðið í efstu deild í allri Evrópu sem er taplaust, þegar nýhafnar sumardeildir álfunnar eru undanskildar.
Milos lék hér á landi um árabil og þjálfaði svo Víking úr Reykjavík og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar til þess að taka við Mjällby. Hann stýrði síðar Hammarby og svo Malmö áður en hann hélt til heimalandsins.
↕️ Contrasting fortunes:
— The Sweeper (@SweeperPod) April 17, 2023
🇷🇸 Red Star Belgrade: The only top-flight European club without a league defeat this season, after Qarabağ's loss at the weekend
🏴 Airbus Broughton: The only top-tier team without a league win this season
*Summer leagues excluded pic.twitter.com/6oDTlih2YJ