Fyrsti sigur Guðmundar í úrslitakeppninni

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia eru komnir á blað í 2. riðli dönsku úrslitakeppninnar í handknattleik eftir sigur gegn Bjerringbro/Silkeborg á útivelli í dag.

Leiknum lauk með tveggja marka sigri Fredericia, 35:33, en Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia í dag.

Fredericia er með tvö stig eftir tvo leiki í þriðja sæti riðilsins, stigi minna en Bjerringbro/Silkeborg og fjórum stigum minna en GOG. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert