Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson koma fram í innslagi danska knattspyrnuliðsins FC Kaupmannahafnar á Twitter-síðu þess í dag.
Hákon og Ísak eru báðir tvítugir og voru spurðir hvort þeir þvoðu sinn eigin þvott.
„Að sjálfsögðu. Ég er búinn að búa einn í eitt og hálft ár. Ég þvæ líka þvottinn hans,“ svaraði Hákon og uppskar hlátur Ísaks.
Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.
Vi er klar med en ny omgang udleveringer fra de unge... Denne gang om kvalerne med selv at skulle vaske tøj 🧺 Du kan se det i din FCK App som sæsonkortholder, billetabonnent eller FCK+-abonnent! #fcklive pic.twitter.com/0XWtXQRyhL
— F.C. København (@FCKobenhavn) April 18, 2023