Hákon skaut á Ísak (myndband)

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósmynd/Twitter skjáskot

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson koma fram í innslagi danska knattspyrnuliðsins FC Kaupmannahafnar á Twitter-síðu þess í dag.

Hákon og Ísak eru báðir tvítugir og voru spurðir hvort þeir þvoðu sinn eigin þvott.

„Að sjálfsögðu. Ég er búinn að búa einn í eitt og hálft ár. Ég þvæ líka þvottinn hans,“ svaraði Hákon og uppskar hlátur Ísaks.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert