Ítalska stórliðið Juventus hefur fengið stigin fimmtán sem dregin voru af því snemma á tímabilinu til baka, eftir að áfrýjun félagsins skilaði árangri.
Voru stigin dregin af liðinu vegna brota á hinum ýmsu fjárhagsreglum ítölsku A-deildarinnar, en félagið áfrýjaði niðurstöðunni, með áðurgreindum árangri.
Juventus fór því úr sjöunda sæti og upp í það þriðja, þar sem liðið er með 59 stig, 16 stigum á eftir toppliði Napólí.