HM landsliðsfyrirliðans í hættu?

Enski landsliðsfyrirliðinn Leah Williamson gæti misst af heimsmeistaramótinu.
Enski landsliðsfyrirliðinn Leah Williamson gæti misst af heimsmeistaramótinu. AFP/Ben Stansall

Landsliðsfyrirliði Englands, Leah Williamson, meiddist illa í tapi Arsenal fyrir Manchester United, 0:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. 

Williamson meiddist á hné snemma leiks og bað strax um skiptingu. Þetta gætu verið afdrifarík meiðsli því nú er er óljóst hvort fyrirliðinn taki þátt á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst 20. júlí. 

Fyrirliðinn var lykilþáttur í sigri Englands á Evrópumótinu í sínu heimalandi í fyrra, lék hún þar hverja einustu mínútu liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert