Spænski knattspyrnumaðurinn Joaquín Sánchez, leikmaður Real Betis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að yfirstandandi tímabili loknu.
Joaquín er 41 árs miðjumaður sem spilaði 51 landsleik fyrir Spán. Hann þreytti frumraun sína fyrir Betis árið 200 og spilaði 480 leiki fyrir félagið. Hann vann tvo bikarmeistaratitla með félaginu, árið 2005 og svo í fyrra.
Hann spilaði einnig með Valencia, Malága og Fiorentina á sínum ferli en snéri aftur til Betis árið 2015 og hefur leikið þar síðan.
Real Betis sendi frá sér myndskeið í gær þar sem Joaquín greindi frá tilkynningu sinni en hann er ein mesta goðsögn í sögu félagsins.
🌟🔚😢
— Real Betis Balompié (@RealBetis_en) April 19, 2023
Let's cry.#Joaking pic.twitter.com/zVwgYhN8Od