Elías Már Ómarsson og samherjar hans í Breda unnu 2:1-útisigur á Eindhoven FC í B-deild Hollands í fótbolta í kvöld.
Elías er búinn að vera sjóðheitur að undanförnu og hann skoraði fyrra mark Breda, er hann jafnaði í 1:1.
Var markið það sjöunda í síðustu sex leikjum sem Elías, sem er uppalinn hjá Keflavík, skorar.
Breda er í sjöunda sæti deildarinnar með 52 stig og í baráttunni um sæti í umspili um sæti í efstu deild.