Sænsku meistararnir í Rosengård unnu loks sinn fyrsta sigur á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er liðið vann öruggan 4:0-heimasigur á Vittsjö í fjórðu umferð.
Tímabilið hefur verið erfitt hjá Rosengård til þessa, því liðið var aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir.
Liðið hrökk loks í gang í dag og vann öruggan sigur. Guðrún Arnardóttir var allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Rosengård. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig.