Kallaði Agüero tíkarson

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. Ljósmynd/KRÜ Esports

Argentínski blaðamaðurinn Pablo Duggan vandaði fyrrverandi knattspyrnumanninum Sergio Agüero ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi sagði að Argentína ætti að taka upp bandaríkjadal í stað argentínska pesóans.

Eftir að Agüero lagði skóna á hilluna vegna hjartavandamála hefur hann verið duglegur að streyma á Twitch, þar sem hann tjáir sig um hina ýmsu hluti sem honum liggja á hjarta.

Á dögunum sagði hann Argentínu „í skítnum“ og að þjóðin þyrfti á dollurum að halda.

„Agüero er að ræða þetta út frá stöðu sinni sem milljarðamæringur í bandaríkjadölum talið. Það er ekki eins og hann eigi peninga í pesóum, hann fékk aldrei laun í pesóum.

Auðvitað er upptaka bandaríkjadals það besta sem gæti komið fyrir og honum gæti ekki verið meira sama um pesóann,“ sagði Duggan í viðtali á argentínsku útvarpsstöðinni Radio 10.

„Agüero er tíkarsonur sem þarf að lemja í höfuðið svo hann taki sönsum. Hann ætti að gæta orða sinna miðað við að þjóðin hefur hann í hávegum,“ bætti blaðamaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert