Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan lét Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, heyra það eftir að liðið steinlá fyrir Sevilla í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.
Sevilla hafði betur, 3:0, og vann einvígið samanlagt 5:2. Morgan var ekki hrifinn af frammistöðu Man. United og beindi spjótum sínum rakleitt að ten Hag.
„Guð minn eini. Þvílíka vandræðalega niðurlægingin hjá United. Og ekki gleyma því að þessi ofmetni trúður, Erik ten Hag, hélt að það væri skynsamlegast að niðurlægja Cristiano Ronaldo og þvinga hann úr félaginu,“ skrifaði Morgan á Twitter-aðgangi sínum í gærkvöldi.
Dear oh dear. What a humiliating shambles by United. And remember… this overrated clown Erik Ten Hag thought the smart play was to humiliate @Cristiano and force him out of the club… #chickens #home #roost pic.twitter.com/H4lb49Nvn5
— Piers Morgan (@piersmorgan) April 20, 2023