Barcelona, topplið spænsku deildarinnar, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir stórleik gegn Atlético Madríd í deildinni á morgun. Í hópnum er bráðefnilegur piltur sem er aðeins 15 ára gamall.
Sá heitir Lamine Yamal og unglingalandsliðsmaður Spánar sem á ættir að rekja til Miðbaugs-Gíneu.
Hann er vængmaður sem hefur leikið með U19-ára liði Barcelona á tímabilinu þrátt fyrir að fagna ekki 16 ára afmæli sínu fyrr en í sumar.
Ljóst er að Yamal verður á varamannabekknum í leiknum á morgun þar sem Börsungar tilkynntu 21 manns leikmannahóp, en alls mega lið í spænsku deildinni hafa tólf leikmenn á varamannabekknum. Þeir verða hins vegar tíu hjá Barcelona á morgun.
𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀#BarçaAtleti 🌹 pic.twitter.com/rdL6GTTYxo
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) April 22, 2023