Dortmund á toppinn með afar sannfærandi sigri

Donyell Malen fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Dortmund …
Donyell Malen fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Dortmund í leiknum. AFP/Ina Fassbender

Borussia Dortmund vann sannfærandi heimasigur á Frankfurt, 4:0,  í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum fór Dortmund upp fyrir Bayern München, á topp deildarinnar.

Jude Bellingham kom Dortmund yfir á 19. mínútu áður en Donyell Malen tvöfaldaði forystuna á 24. mínútu. Það var svo varnarmaðurinn Mats Hummels sem skoraði þriðja mark Dortmund á 41. mínútu og Malen bætti við sínu öðru marki á 66. mínútu.

Yfirburðir Dortmund í leiknum voru gífurlega miklir en liðið er nú með 60 stig á toppi deildarinnar, stigi meira en Bayern. Einungis fimm umferðir eru eftir og er Dortmund því í mjög vænlegri stöðu.

Stuðningsmenn Dortmund voru að venju frábærir í dag.
Stuðningsmenn Dortmund voru að venju frábærir í dag. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert