Skoraði bæði í góðum sigri

Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu í janúar …
Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu í janúar síðastliðnum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði bæði mörk Elfsborg í útisigri á Degerfors, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sveinn kom Elfsborg yfir strax á sjöundu mínútu leiksins en hann slapp þá inn fyrir vörn Degerfors og kláraði vel. Damjan Pavlovic jafnaði metin á 43. mínútu en Sveinn skoraði svo sigurmarkið eftir klukkutíma leik þegar hann setti boltann í slánna og inn eftir góða fyrirgjöf. Smá vafi er á því hvort markið hafi mögulega verið sjálfsmark en það er skráð á Svein enn sem komið er.

Sveinn Aron fór af velli á 79. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leikinn í marki Elfsborg.

Elfsborg fer vel af stað í deildinni en liðið er í öðru sæti, með sjö stig eftir fjóra leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert