Börsungar eru gott sem orðnir Spánarmeistarar eftir sigur á Atlético Madríd, 1:0, í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.
Sigurmark Barcelona skoraði Ferran Torres á 44. mínútu leiksins. Enn halda Börsungar hreinu en þeir hafa aðeins fengið á sig níu mörk í 30 leikjum í deildinni.
Barcelona er nú með 76 stig í efsta sæti deildarinnar, 11 meira en Real Madrid þegar átta umferðir eru eftir.