Íslendingalið Sogndal vann góðan útisigur á Moss, 2:1, í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Jónatan Ingi Jónsson kom Sogndal yfir á 37. mínútu áður en Valdimar Þór Ingimundarson tvöfaldaði forystuna á 73. mínútu.
Valdimar lék allan leikinn í liði Sogndal en Jónatan fór af velli á 79. mínútu. Moss klóraði í bakkann í uppbótartíma en nær komst liðið ekki.
Sogndal er í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjár umferðir.