Jón Dagur fór á kostum í sigri

Jón Dagur Þorsteinsson hefur leikið vel fyrir Leuven á tímabilinu.
Jón Dagur Þorsteinsson hefur leikið vel fyrir Leuven á tímabilinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fór á kostum í heimasigri Leuven á Standard Liege, 3:2, í belgísku A-deildinni í fótbolta í dag. 

Jón Dagur skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna millibili, á 63.-67. mínútu, og kom Leuven í 2:1 og 3:1 en Liege minnkaði muninn í uppbótartíma. 

Leuven-liðið er í tíunda sæti deildarinnar með 48 stig en Jón Dagur er búinn að vera í fantaformi upp á síðkastið og hefur skorað fjögur mörk og lagt tvö upp í síðustu fjórum leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert