Mikael skoraði í mikilvægum sigri

Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson. mbl.is/Unnur Karen

Mikael Egill Ellertsson skoraði í góðum útisigri Venezia á Temana. 4:1, í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 

Mikael byrjaði leikinn og skoraði þriðja mark Venezia á 44. mínútu. Hann var síðar tekinn af velli á 71. mínútu. 

Þetta er mikilvægur sigur fyrir Venezia-liðið sem er nú með 42 stig í 14. sæti, fimm á undan 16. sætinu sem þarf að fara í umspilsleik við liðið í 17. sæti um áframhaldandi sæti í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert