Sveindís allt í öllu gegn Arsenal

Sveindís Jane Jónsdóttir er þegar búin að skora mark og …
Sveindís Jane Jónsdóttir er þegar búin að skora mark og leggja upp annað fyrir Wolfsburg í dag. AFP/Odd Andersen

Wolfsburg og Arsenal skildu jöfn, 2:2, í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í dag.

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og lagði upp mark fyrir Ewu Pajor eftir 19 mínútna leik og skoraði svo sjálf á 24. mínútu, draumabyrjun fyrir hana og Wolfsburg-liðið.

Arsenal var þó sterkari aðilinn í síðari hálfleik og strax á fyrstu mínútu hans minnkaði brasilíski bakvörðurinn Rafaelle muninn, 1:2. Svíinn Stina Blackstenius jafnaði svo metin fyrir Skytturnar á 70. mínútu og við stóð, 2:2. 

Seinni leikur liðanna fer fram mánudaginn 1. maí.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu hér. Þar má sjá meðal annars mark og stoðsendingu Sveindísar:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert