Burnley tryggði sér titilinn

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley fyrr á tímabilinu.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley fyrr á tímabilinu. AFP/Oli Scarff

Burnley tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla með því að hafa betur gegn Blackburn Rovers, 1:0.

Burnley hefur borið af í deildinni á tímabilinu og var það einungis tímaspursmál hvenær liðið myndi formlega tryggja sér titilinn.

Manuel Benson skoraði sigurmark Burnley á 66. mínútu, skömmu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 58 mínúturnar fyrir B-deildarmeistarana.

Þegar Burnley á eftir að leika tvo leiki í deildinni á tímabilinu er liðið með 95 stig, 13 stigum meira en Sheffield United í öðru sætinu, sem á fjóra leiki eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert