Borussia Dortmund tapaði í kvöld dýrmætum stigum í einvíginu við Bayern München um þýska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið gerði jafntefli við Bochum á útivelli, 1:1.
Bochum, sem er í harðri botnbaráttu rétt fyrir ofan fallsæti deildarinnar, komst yfir strax á 5. mínútu með marki frá Anthony Losilla, 1:0.
Það tók Dortmund hins vegar aðeins tvær mínútur að jafna metin þegar Karim Adeyemi skoraði eftir sendingu frá Sebastien Haller, 1:1.
Dortmund er nú með 61 stig gegn 59 stigum hjá Bayern sem á heimaleik gegn botnliði Herthu Berlín á sunnudag og getur þar með komist á topp deildarinnar. Þá verða fjórar umferðir eftir.