Góð byrjun Íslendingaliðsins hélt áfram

Elísabet Gunnarsdóttir er að gera góða hluti með Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir er að gera góða hluti með Kristianstad. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristianstad hafði betur gegn Linköping, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið hefur farið vel af stað í deildinni í sumar og unnið fjóra leiki af fyrstu fimm.

Hlín Eiriksdóttir fékk úrvalsfæri til að koma Kristianstad yfir á 11. mínútu en Cajsa Andersson í marki Linköping varði frá henni víti. Það kom ekki að sök, því varnarmaðurinn Alice Nilsson skoraði sigurmarkið á 53. mínútu.

Hlín lék allan leikinn með Kristianstad og Amanda Andradóttir kom inn á hjá liðinu á 81. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.

Häcken hafði betur gegn Norrköping á heimavelli, 1:0. Diljá Ýr Zomers, sem kom til Norrköping frá Häcken, kom inn á hjá Norrköpoing á 59. mínútu. Liðið er fjórða sæti með tíu stig, en tapið var það fyrsta á leiktíðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert