FH-ingurinn lagði upp á Fylkismanninn

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrir Sogndal.
Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrir Sogndal. Ljósmynd/Sogndal

Sogndal og Bryne skildu jöfn, 2:2, í norsku B-deildinni í fótbolta í dag. Er Sogndal því enn taplaust eftir fjóra leiki.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði annað mark Sogndal á 33. mínútu er hann kom liðinu í 2:0. Skoraði hann eftir stoðsendingu frá Jónatan Inga Jónssyni.

Því miður fyrir þá félaga skoraði Bryne tvö mörk á síðasta kortérinu og tryggði sér eitt stig.

Sogndal er í öðru sæti með átta stig eftir fjóra leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert