Axel Óskar Andrésson skoraði eitt marka Örebro þegar liðið vann afar þægilegan 3:0-sigur á Eskilstuna í sænsku B-deildinni í knattspyrnu karla í dag.
Örebro var komið með þriggja marka forystu eftir aðeins tíu mínútna leik.
Axel Óskar kom heimamönnum í 2:0 á milli þess sem Noel Milleskog skoraði á annarri og tíundu mínútu.
Mosfellingurinn lék fyrstu 71 mínútuna fyrir Örebro en Valgeir Valgeirsson var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.
Um fyrsta sigur Örebro Örebro á tímabilinu var að ræða, en liðið er í 11. sæti með 5 stig að fimm umferðum loknum.