Bæjarar endurheimtu toppsætið

Serge Gnabry í þann mund að koma Bayern München í …
Serge Gnabry í þann mund að koma Bayern München í forystu í dag. AFP/Christof Stache

Bayern München er komið aftur á toppinn í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu karla eftir að hafa lagt botnlið Herthu Berlínar að velli, 2:0, í dag.

Gestirnir frá Berlín héldu Þýskalandsmeisturunum í skefjum lengi vel en á 69. mínútu braut Serge Gnabry loks ísinn eftir undirbúning Joshua Kimmich.

Kimmich lagði sömuleiðis upp annað mark Bæjara. Það kom á 80. mínútu er Kingsley Coman skoraði.

Þar með er Bayern í efsta sæti deildarinnar með 62 stig, einu stigi meira en Borussia Dortmund í öðru sæit, þegar aðeins fjórar umferðir eru óleiknar.

Hertha Berlín er sem fyrr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert