Napólí getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í fótbolta í dag, með sigri á Salernitana á heimavelli. Það varð ljóst eftir að Lazio fékk skella á útivelli á móti Inter, 1:3.
Fyrir umferðina var Lazio eina liðið sem átti möguleika á að ná Napólí á toppnum, en ljóst var að ef Lazio myndi tapa og Napólí vinna, yrði titillinn Napólí-manna.
Felipe Anderson kom Lazio yfir á 30. mínútu en Lautaro Martínez skoraði tvö og Robin Gosens eitt fyrir Inter á síðasta korterinu og þar við sat.
Þegar þessi frétt er skrifuð eru 35 mínútur liðnar af leik Napólí og Salernitana og er staðan enn markalaus.