Voluntari hafði betur gegn U. Cluj, 3:2, á útivelli í rúmensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Rúnar Már Sigurjónsson var áberandi hjá Voluntari. Hann skoraði fyrsta mark leiksins, beint úr aukaspyrnu á 18. mínútu. Því miður fyrir Rúnar þurfti hann að fara meiddur af velli á 32. mínútu.
Markið var það þriðja sem Rúnar skorar í tíunda deildarleiknum á leiktíðinni. Voluntari er í 10. sæti deildarinnar, af 16 liðum, með 27 stig.