Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg sem mætir Arsenal í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Emirates-vellinum í Lundúnum í dag.
Sveindís Jane fór mikinn í fyrri leik liðanna í Wolfsburg, sem lauk með 2:2-jafntefli.
Hún lagði þá upp fyrra mark þýska liðsins og skoraði það síðara.
Síðari leikurinn hefst klukkan 16.45 og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu, enda er uppselt á Emirates-völlinn, sem tekur 60.704 í sæti.
Þar með verður áhorfendamet á leik félagsliða í knattspyrnu kvenna slegið á Englandi.
Hægt verður að fylgjast með síðari undanúrslitaleik Arsenal og Wolfsburg hér: