Arsenal og Wolfsburg settu met

Katie McCabe í baráttu við Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum …
Katie McCabe í baráttu við Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum á Emirates-leikvanginum í gær. AFP/Ben Stansall

Nýtt áhorfendamet á leik félagsliða kvenna í fótbolta á Englandi var sett í gær þegar Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar í Wolfsburg slógu Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikinn á Emirates-leikvanginum í London sáu 60.063 áhorfendur en uppselt var á leikinn sem Wolfsburg vann 3:2 eftir framlengingu og þar með einvígið 5:4 samanlagt.

Fyrra metið var 49,094 áhorfendur sem sáu úrslitaleik bikarkeppni kvenna vorið 2022, á milli Chelsea og Manchester City á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert