Jordi Alba reyndist hetja Barcelona þegar liðið tók á móti Osasuna í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Barcelona, 1:0, en Alba skoraði sigurmark leiksins á 85. mínútu.
Barcelona er með 82 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid er í öðru sætinu með 68 stig en á leik til góða. Fimm umferðir eru eftir af tímabilinu á Spáni.