Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson skoraði eitt af fallegustu mörkum 27. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann tryggði AGF sigur á toppliði Nordsjælland á útivelli á sunnudaginn, 1:0.
Á síðu deildarinnar er mark Mikaels valið sem eitt af fjórum bestu mörkunum og þar geta lesendur kosið um fallegasta markið.
AGF er í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir, sex stigum á eftir Köbenhavn sem nýtti tækifærið og komst á topp deildarinnar. Mikael og félagar eru því í harðri baráttu um Evrópusæti.
Mörkin fjögur má sjá í myndskeiðinu:
Ibrahim Saids dribletur og kyniske afslutning, Ohi Omoijuanfos derby matchvinder, Mikael Andersons korte aftræk eller Allan Sousas iskolde Panenka.
— 3F Superliga (@Superligaen) May 2, 2023
Stem på Rundens Mål i 27. spillerunde ⬇️
🗳️ https://t.co/5YWnh0Qo2j pic.twitter.com/M1ZnJoeZ2R