Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Sádi-Arabíu, nokkrum mánuðum eftir að hann gekk til liðs við Al-Nassr þar í landi.
Það er spænski miðillinn El Nacional sem greinir frá þessu en Ronaldo gekk til liðs við félagið frá Manchester United í janúarglugganum.
Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al-Nassr en hlutirnir hafa ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá portúgölsku stórstjörnunni hjá Al-Nassr og þá hefur bæði honum og fjölskyldu hans gengið illa að aðlagast lífinu þar í Sádi-Arabíu.
El Nacional greinir frá því að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, sé tilbúinn að bjóða Ronaldo sendiherrahlutverk hjá félaginu en Ronaldo lék með liðinu á árunum 2009 til 2018.
Það myndi hins vegar þýða að leikmaðurinn þyrfti að leggja skóna á hilluna en hann er orðinn 38 ára gamall.