Stuðningsmenn PSG vilja Neymar burt (myndskeið)

Neymar í leik með PSG.
Neymar í leik með PSG. AFP/Franck Fife

Nokkur fjöldi stuðningsmanna Parísar Saint-Germain kom saman fyrir utan heimili Neymars, leikmanns liðsins, í borginni á dögunum og krafðist þess að hann myndi yfirgefa félagið.

„Neymar, Neymar, komdu þér burt frá félaginu,“ kyrjaði hópurinn eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi myndskeiði:

Neymar tjáði sig óbeint um málið á Instagram-aðgangi sínum í gærkvöldi þar sem hann skrifaði einfaldlega:

„Ekki láta fólk koma þér fyrir í þeirra eigin stormi, láttu það frekar eiga sig.“

Skilaboð Neymars á portúgölsku.
Skilaboð Neymars á portúgölsku. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert