Dagur Dan þarf að læra spænsku

Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City, þarf að læra spænsku.
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City, þarf að læra spænsku. Ljósmynd/Orlando City

Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City í MLS deildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali við hlaðvarpsþáttinn The Mane Land PawedCast sem fjallar um fótbolta í Orlando, Bandaríkjunum.

Dagur sagði frá því að hann væri að leggja mikið á sig til að læra spænsku því það væru alls ekki allir í liðinu sem töluðu ensku. Oscar Parje, stjóri liðsins, er frá Kólumbíu og 14 leikmenn liðsins koma frá Suður-Ameríku.

„Ég hef verið að læra sjálfur á Duolingo og er að byrja á námskeið með fimm öðrum, það er sirka 20 mínútur frá heimili mínu. Félagið fann kennara fyrir mig og mun ég fara í tíma einu sinni í viku í 20 vikur, þrjá klukkutíma í senn.“

Dagur lék með Gent í Belgíu og Mjolndalen í Noregi þar sem hann gat alltaf bjargað sér á ensku, það er annað uppi á tengingnum í Orlando.

„Þegar þú ert á vellinum þá viltu geta talað við samherja þína, það er erfitt þegar þú getur ekki verið í almennilegum samskiptum við leikmenn. Það truflar mig núna, það gerði það ekki áður. Þegar ég var í Noregi þá töluðu allir ensku og margir töluðu ensku í Belgíu en hér tala sumir enga ensku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert