Chelsea að missa lykilmann

Mateo Kovacic er að yfirgefa Chelsea.
Mateo Kovacic er að yfirgefa Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic mun að öllum líkindum yfirgefa enska knattspyrnufélagið Chelsea eftir leiktíðina.

The Guardian greinir frá að Bayern München, Manchester City og Manchester United hafi öll áhuga á Kovacic, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnafélagið.

Chelsea, sem leikur ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, þarf að minnka leikmannahópinn sinn, eftir fjölmörg leikmannakaup síðan Todd Boehly eignaðist félagið.

Boehly og félagar hafa lítinn áhuga á að halda leikmönnum sem eru aðeins með ár eftir af samningnum, ef illa gengur að semja.  

Sömu sögu er að segja um Mason Mount. Mount á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og Liverpool, Arsenal, Bayern München og Manchester United hafa öll áhuga á Englendingnum.

Kovacic hefur átt góðu gengi að fagna hjá Chelsea, síðan hann kom til félagsins frá Real Madrid árið 2018, og orðið Evrópumeistari, Evrópudeildameistari og heimsmeistari félagsliða með enska liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert