Knattspyrnumaðurinn Folarin Balogun, ungur sóknarmaður Arsenal sem hefur slegið í gegn að láni hjá Reims í frönsku 1. deildinni á tímabilinu, hefur tekið ákvörðun um að leika fyrir bandaríska landsliðið.
Balogun, sem er 21 árs, fæddist í New York í Bandaríkjunum en fluttist tveggja ára gamall til Lundúna, þar sem hann ólst upp.
Hann á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Englands og nokkra leiki fyrir yngri landslið Bandaríkjanna.
Auk þess lýsti Balogun því yfir á síðasta ári að hann væri opinn fyrir því að spila fyrir landslið Nígeríu, en báðir foreldrar hans eru þaðan.
Nú hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hins vegar samþykkt umsókn hans um að skipta um ríkisfang og hefur Balogun ákveðið að skuldbinda sig bandaríska landsliðinu.
Hann hefur skorað 19 mörk í 34 deildarleikjum fyrir Reims á tímabilinu auk þess að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá skoraði Balogun eitt mark í tveimur bikarleikjum.
Framherjinn öflugi kemur því reynslunni ríkari til baka til Arsenal í sumar, þar sem hann er samningsbundinn til sumarsins 2025.
Folarin Balogun has committed to the USMNT.
— B/R Football (@brfootball) May 16, 2023
FIFA has approved the 21-year-old striker’s request for a switch of affiliation from England 🗽 pic.twitter.com/gAbWAGKkgm