Cloé Eyja Lacasse, sem gerði góða hluti með ÍBV um fimm ára skeið og er með íslenskan ríkisborgararétt, gæti skipt úr Benfica í Portúgal og í enska stórliðið Arsenal.
Portúgalski miðilinn Record greinir frá að félögin séu í viðræðum um kaupverð á sóknarkonunni, sem hefur leikið með Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019.
Cloé átti afar gott tímabil með Benfica og skoraði 21 mark og gaf 13 stoðsendingar í 21 leik.
Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.