Guðlaugur með langhæstu launin

Guðlaugur Victor Pálsson er að þéna vel í Bandaríkjunum.
Guðlaugur Victor Pálsson er að þéna vel í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er langlaunahæstur Íslendinganna fjögurra sem leika í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta.

Leikmannasamtök deildarinnar gáfu út launatölur leikmanna sem eru samningsbundnir félögum í deildinni í skýrslu á dögunum. Auk Guðlaugs eru þeir Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson einnig á mála hjá félögum deildarinnar.

Samkvæmt skýrslu leikmannasamtakanna er Guðlaugur Victor með um 125 milljónir króna í árslaun, með bónusgreiðslum. Leikur hann með DC United, sem Wayne Rooney þjálfar.

Róbert Orri Þorkelsson, sem leikur með Montréal, er með 27,8 milljónir króna í árslaun, Dagur Dan Þórhallsson hjá Orlando City þénar 27 milljónir króna á ári og Þorleifur Úlfarsson hjá Houston Dinamo 13,6 milljónir króna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert