Valinn í lið umferðarinnar í Svíþjóð

Hákon Rafn Valdimarsson er aðalmarkvörður Elfsborg í Svíþjóð.
Hákon Rafn Valdimarsson er aðalmarkvörður Elfsborg í Svíþjóð. mbl.is/Hákon Pálsson

Landsliðsmarkvörðurinn ungi, Hákon Rafn Valdimarsson, er í úrvalsliði áttundu umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hjá sjónvarpsstöðinni Discovery+.

Hákon lék mjög vel með Elfsborg þegar liðið sigraði Värnamo á heimavelli, 2:0, en með sigrinum er liðið í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Malmö sem er með fullt hús stiga eftir átta leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert