Neitaði að læra ensku vegna Falklandseyjastríðsins

Carlos Tévez var frábær í fótbolta en slakur í enskunni.
Carlos Tévez var frábær í fótbolta en slakur í enskunni. AFP/Nigel Roddis

Argentínumaðurinn Carlos Tévez harðneitaði að læra ensku á þeim tíma sem hann bjó á Englandi og spilaði með West Ham, Manchester United og Manchester City.

Tévez bjó á Englandi í sjö ár, frá 2006-2013, og neitaði hann að læra setningar á ensku sem innihéldu meira en sex orð.

Í grein The Times kemur fram að ástæðan fyrir þessu sé rakin til Falklandseyjastríðsins sem Bretland háði við Argentínu árið 1982. Tévez telur að Bretar séu ábyrgir fyrir áfengisvanda frænda síns en sá hallaðist að flöskunni eftir að stríðinu lauk. Er þessi frændi Tévez mikilvægur í lífi hans enn í dag.

Tungumálaörðugleikar Tévez virtust þó ekki að koma að sök inni á vellinum því hann vann allt sem hægt var að vinna á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert