Skondið atvik kom upp í leik Manchester City og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu sem spilaður var í gær.
Manchester City vann leikinn sannfærandi, 3:0 og komst í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mun mæta Inter Milan.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, setur miklar kröfur á sína leikmenn og hann var ekki alltof ánægður með Kevin De Bruyne á einum tímapunkti. Guardiola vildi að De Bruyne myndi gefa boltann en Belginn svaraði þjálfara sínum fullum hálsi.
Þessi samskipti höfðu engar afleiðingar fyrir De Bruyne en það mátti sjá þá félaga fara yfir málin eftir leik og féllust þeir í faðma, eðlilega kannski því liðið er komið í úrslit Meistaradeildarinnar, keppni sem City hefur aldrei náð að vinna áður.
Guardiola: “Pass the ball, Pass the ball!”
— Football Fights (@footbalIfights) May 18, 2023
Kevin De Bruyne: “Shut up! Shut Up!” 🤣👊 pic.twitter.com/2kejPutE0s