Skagamennirnir bikarmeistarar í Danmörku

Hákon Arnar Halldórsson lék fyrstu 89 mínúturnar.
Hákon Arnar Halldórsson lék fyrstu 89 mínúturnar. Ljósmynd/Alex Nicodim

FC Kaupmannahöfn er danskur bikarmeistari í fótbolta eftir 1:0-sigur á AaB frá Álaborg í bikarúrslitum á Parken í Kaupmannahöfn í dag. Portúgalinn Diogo Gonçalves skoraði sigurmarkið á 48. mínútu.

Hákon Arnar Haraldsson lék fyrstu 89 mínúturnar með FCK og hann nældi sér í gult spjald á 86. mínútu fyrir að stöðva skyndisókn AaB. Ísak Bergmann Jóhannesson leysti hann af hólmi og lék lokamínúturnar.

Er um fyrsta bikarmeistaratitil Skagamannanna hjá FCK, en þeir urðu danskir meistarar með liðinu á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert