Sveindís þýskur bikarmeistari

Wolfsburg varð í dag þýskur bikarmeistari.
Wolfsburg varð í dag þýskur bikarmeistari. AFP/Ben Stansall

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í dag þýskur bikarmeistari eftir að lið hennar Wolfsburg sigraði Freiburg í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar, 4:1, í Köln.

Sveindís Jane byrjaði inná og lék fyrri hálfleikinn í leiknum í dag, staðan var 1:1 þegar hún fór af velli.

Liðsmenn Wolfsburg settu allt í botn í seinni hálfleiknum og skoruðu þrjú mörk án þess að fá á sig mark og unnu á endanum sannfærandi sigur.

Wolfsburg hefur háð harða baráttu við Bayern München um þýska deildarmeistaratitilinn á tímabilinu en svo virðist að München ætli að hafa betur í þeirri baráttu. Wolfsburg mun svo leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona þann 3. júní nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert