West Ham og Fiorentina mætast í úrslitaleiknum í Sambandsdeild karla í fótbolta eftir að hafa slegið AZ Alkmaar og Basel út í undanúrslitunum í kvöld.
West Ham vann heimaleikinn gegn AZ 2:1 í Lundúnum og fylgdi því eftir með öðrum sigri í Hollandi í kvöld, 1:0. Pablo Fornals skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.
Basel stóð vel að vígi eftir að hafa unnið Fiorentina á Ítalíu, 2:1, í fyrri leiknum. Fiorentina knúði hins vegar fram sigur í Sviss í kvöld, eftir framlengingu, 3:1.
Nicolas Gonzalez kom Fiorentina yfir á 35. mínútu en Mohamed Amdouni jafnaði fyrir Basel á 55. mínútu. Gonzalez skoraði aftur fyrir Fiorentina á 72. mínútu og í blálok framlengingarinnar var það Antonin Barak sem skoraði markið dýrmæta sem fleytti Ítölunum í úrslitaleikinn.