Fór á kostum í Svíþjóð

Hlín Eiríksdóttir skoraði fjórða markið.
Hlín Eiríksdóttir skoraði fjórða markið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristianstad vann öruggan 4:1-heimasigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hlín Eiríksdóttir var áberandi hjá Kristianstad á lokakaflanum, því hún lagði upp þriðja mark liðsins á 86. mínútu og skoraði það fjórða sjálf á lokamínútunni. Markið var það þriðja sem Hlín skorar á leiktíðinni.

Amanda Andradóttir kom inn á hjá Kristianstad á 79. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Kristianstad er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig eftir níu leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert