Hlín Eiríksdóttir skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4:1-sigri Kristianstad á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Íslenska landsliðskonan lagði upp þriðja markið á Evelyne Viens á 86. mínútu. Hún vann þá boltann á hættulegum stað og kom honum á Viens sem skoraði.
Hlín sá sjálf um að gera fjórða markið, þegar hún var rétt kona á réttum stað og skoraði í autt mark Djurgården.
Stoðsendinguna og markið hjá Hlín má sjá hér fyrir neðan.
Skyttedrottningen Viens slår till igen 👏 pic.twitter.com/gHwViLAyJR
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) May 19, 2023
Kristianstad tar tre poäng hemma mot Djurgården 👏
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) May 19, 2023
Eiriksdottir arvundar målskyttet 🇮🇸 pic.twitter.com/X0e93G0wEf