Íslendingarnir í Frakklandi létu vita af sér

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm. mbl.is/Óttar Geirsson

Aix hafði betur gegn Cesson Rennes í efstu deild franska handboltans í kvöld, 29:24.

Kristján Örn Kristjánsson átti fínan leik fyrir Aix og gerði fimm mörk. Liðið fór upp í áttunda sæti með sigrinum, þar sem það er með 24 stig.

Grétar Ari Guðjónsson varði átta skot í marki Seléstad er liðið mátti þola 30:33-tap á heimavelli gegn St. Raphael.

Seléstad er í botnsætinu með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert