Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans hjá rúmenska liðinu Voluntari tryggðu sér í kvöld sæti í umspili um þátttökurétt í Sambandsdeildinni í fótbolta.
Rúnar lék allan leikinn í 2:2-jafntefli á útivelli gegn Chindia Târgoviste í efstu deild. Stigið nægði Voluntari til að hafna í öðru sæti neðri hlutans og þar með fara í umspilið.
Tímabilið er það fyrsta hjá Rúnari í Voluntari og hann hefur skorað fjögur mörk í 12 leikjum á leiktíðinni.