Forðuðust fall í lokaumferðinni

Berglind Rós Ágústsdóttir með treyju Huelva.
Berglind Rós Ágústsdóttir með treyju Huelva. Ljósmynd/Sporting de Huelva

Berglind Rós Ágústsdóttir og liðsfélagar hennar í Huelva unnu góðan sigur á Las Planas, 2:0, í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í morgun.

Berglind Rós var í byrjunarliði Huelva og fór af velli á 84. mínútu.

Bæði mörk liðsins komu með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleik.

Fyrir leikinn var Huelva í 13. sæti af 16 liðum og átti með tapi í dag möguleika á því að falla.

Tvö neðstu liðin, Alhama og Alavés, mættust hins vegar einnig í dag og gerðu jafntefli, sem þýðir að þau falla bæði.

Huelva hafnaði í 13. sæti með 25 stig en fall liðin tvö luku leik með 21 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert