„Ef það er einhver góður leikmaður í þýsku deildinni þá er hann farinn í Bayern München innan tveggja ára,“ sagði íþróttablaðamaðurinn Aron Elvar Finnsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Þýskalandsmeistara Bayern München.
Bayern hefur eins stigs forskot á Borussia Dortmund þegar tveimur umferðum er ólokið í Þýskalandi en Bæjarar hafa fagnað sigri í deildinni undanfarin tíu ár.
„Manni finnst þetta ósanngjarnt og þetta er nánast einelti,“ sagði Aron Elvar.
„Þessir leikmenn eru nánast pikkaðir upp og hin liðin geta ekkert gert,“ sagði Aron Elvar meðal annars.
Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.