Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu í 4:0 sigri Alanyaspor á Kayserispor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Rúnar var meðal bestu manna Alanyaspor í dag og varði hvað eftir annað. Hann nældi sér einnig í gult spjald undir lok leiks.
Þetta var sjötti leikurinn sem Rúnar heldur hreinu í á tímabilinu en Alanyaspor er í 10. sæti deildarinnar.
Rúnar er á láni hjá Alanyaspor frá enska stórliðinu Arsenal en búið er að gefa það út að hann verði seldur þaðan í sumar. Það er ljóst að barist verður um hann í sumar eftir flott tímabil hans í Tyrklandi.